Nýtt lágfengi

BARA. er áfengur lágkolvetnadrykkur frá Ölgerðinni. Bruggaður úr hágæðavodka, íslensku vatni og með sætuefnum. Hann er léttur á bragðið og hentar þeim sem vilja hollari nálgun á áfengan drykk. Sökum hans mörgu góðu eiginleika hentar hann misjöfnum markhópum. Ég vildi því leggja aðaláherslu á heilsu og ferskleika á einfaldan hátt til að ná til þessa breiða hóps. Hreinleiki drykkjarins fær birtingamynd í gegnum hvíta litinn og sá svarti myndar sterka mótsetningu. Þá vildi ég draga fram bragðefnið með litaðri stroku á dósinni.

Hugmyndavinna, vörumerki, hönnun