Uppfærsla fyrir lífræna framtíð

Í nóvember 2019 ákvað Biobú að uppfæra útlitið á vörum sínum. Fyrirtækið vildi að vörurnar myndu fanga betur athygli í hillum verslana. Þegar ég kynntist fyrirtækinu betur, starfsemi þess og vonum til framtíðarinnar þá sá ég að verkefnið þyrfti að vera örlítið stærra. Ég lagði því til að uppfæra vörumerkið í leiðinni. Vörumerki sem legði meiri áherslu á lífræna hluta starfseminnar til að opna möguleika þess fyrir framtíðina. Gamla merkið innihélt ákveðnar takmarkanir en á sama tíma vildum við ekki segja alveg skilið við kúablettina sem merkið innihélt. Niðurstaðan var því að blása kúablettina upp og gera þá að auðkenni vörulínunnar.

Hugmyndavinna, mörkun og stefnumótun, umbúðahönnun, vörumerki, hönnun, hönnunarstjórnun

Samstarfsaðili í umbúðahönnun
Lilja Björk Runólfsdóttir

Útfærsla útlits á núverandi umbúðir
Smári Pálmarsson


Úr gömlu í nýtt

Í þessu myndbandi sem við gerðum fyrir samfélagsmiðla má sjá hvernig gamla merkið þjónaði sem innblástur í hönnunarvinnunni fyrir vörulínu Biobú.

Betri umbúðir

Biobú ber mikla umhyggju fyrir umhverfi sínu, velferð dýranna og umhverfisvænni starfsemi. Því tóku þau þá stóru ákvörðun árið 2022 að uppfæra framleiðslubúnað sinn þar sem tækifærin í umhverfisvænum umbúðum hafði fleytt fram síðustu ár. Því fylgdi að uppfæra þurfti umbúðir og þar af leiðandi að yfirfæra útlit varanna yfir á nýju umbúðirnar.