Að skapa nýjan virknidrykk

Í mars 2018 leit COLLAB dagsins ljós eftir árs langa mótunar-, hugmynda-, og hönnunarvinnu. Við hönnunina var lögð áhersla á kollagenið en í því leynist sérstaða sem að við vissum að myndi nýtast vel í harðri samkeppni. Nafnið COLLAB vísar í þetta lykilhráefni og þróunarsamstarf fyrirtækjanna. Letrið er valið út frá tengingu við hafið, sem er upprunastaður kollagensins sem er notað í drykkinn. Loks er allt útlit og áferð undir áhrifum frá vísinda- og heilbrigðisgeiranum, þaðan sem drykkurinn var þróaður.

Síðan að verkefnið kom til okkar á ENNEMM hef ég mótað og haldið utan um vörumerkið sem hönnunarstjóri þess.

Hugmyndavinna, mörkun og stefnumótun, umbúðahönnun, vörumerki, hönnun, hönnunarstjórnun

Samstarfsaðili í textavinnu og stefnumótun
Helga Ferdinandsdóttir


Gunnar Nelson & COLLAB

Þar sem drykkurinn inniheldur kollagen, efni sem áður þekktist nær eingöngu í snyrtivörum ætluðum konum, þá vildum við að fyrsta andlit drykkjarins yrði karlmaður. Það var ákvörðun sem var tekin til að ýta undir aðra eiginleika kollagensins en þeim sem tengjast fagurfræði. Því kollagen er eitt helsta uppbyggingarefni líkamans og styrkir bæði vöðva og liði og nýtist öllum kynjum. Þegar það kom í ljós að Gunnar Nelson myndi vera sá aðili og að hann myndi taka þátt í fyrstu auglýsingunni fyrir COLLAB þá vildi ég fara aðra leið varðandi birtingamynd hans. Í stað þess að einblína á koffínið, eða orkuna sem hann býr vissulega yfir, þá vildi ég draga fram kollagenið með því að leggja áherslu á yfirvegun og teygjanleika.