Heil kúla af kærleik

Kærleikskúlan er árlegt styrktarverkefni til að safna fé fyrir sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Þegar ég fékk þetta verkefni árið 2020 vildi ég gefa styrktarþegunum sviðsljósið á markaðsefninu og kynnast þeim betur ásamt því að heyra hvernig dvölin í Reykjadal hefur áhrif á þeirra líf. Ég vildi um leið samræma alla grafík á styrktarleiðum Samtaka lamaðra og fatlaðra; Kærleikskúlunni, Jólaóróanum og jólahappdrættinu. Í því samhengi þá ákváðum við að draga fram bláa litinn í merki félagsins ásamt því að gefa efninu jólalegan blæ með rauðbleikri lýsingu. Letrið Birra Bruin varð fyrir valinu þar sem það minnir á forníslenska skrift og færir efninu hlýleika og mikinn persónuleika.

Verkefnið tókst afar vel og Kærleikskúlan seldist upp á örfáum dögum.

Hugmyndavinna, stefnumótun, hönnun