Fullt kort af menningu

Menningarkort Reykjavíkur sameinar bókasafnsskírteini og aðgang að söfnum borgarinnar og því var viðfangsefnið nokkuð flókið þar sem kortið býður upp á svo margt. Og menningin er allstaðar, ekki bara inni á söfnum. Mig langaði því að sýna fjölbreytileika hennar, hvernig hún gerir lífið skemmtilegra í Reykjavík og endurspegla þetta litríka menningarlíf borgarinnar á einfaldan og lifandi hátt.

Ég sá um hugmyndavinnu og hönnun kortsins og öllu sem því fylgdi en vissi að til þess að gera verkefninu góð skil þá þyrfti betri teiknari í karaktersköpun en ég að koma að verkefninu. Ég leitaði því til samstarfaðila míns sem ég vissi að myndi gefa heildarútlitinu nákvæmlega þann skemmtilega og lifandi brag sem ég var að sækjast eftir.

Hugmyndavinna, hönnun

Teiknari
Elvar Ingi Helgason