Ökuvísir kominn í umferð

Herferðinni er einkum ætlað að ná til ungs fólks, sem er sá hópur sem greiðir hæsta verðið fyrir tryggingar. Við vildum sýna að ungt fólk er ábyrgðarfullt og varkárt þrátt fyrir að sýn þeirra eldri sé stundum önnur. Þessi hugmynd er sett fram í kvikmyndaðri auglýsingu þar sem faðir efast stöðugt um ökulag dóttur sinnar – sem þarf svo innilega ekki á athugasemdum hans að halda – svo hann breytist auðvitað í gormahaus! Þau feðgin birtast svo í öðrum miðlum líka – og að sjálfsögðu gormahausinn líka – til að hamra inn skilaboðin um nýja leið til að lækka verðið á tryggingunum.

Hugmyndin fæddist þegar við ræddum um það hvernig við gætum tengt saman þennan nýja unga markhóp við þann hefðbundna. Hvernig eru samskipti þessara tveggja hópa almennt í þjóðfélaginu? Út frá því myndaðist umræðan um aftursætisbílstjóranna, sem oft eru foreldrar okkar, og vilja auðvitað unga fólkinu sínu bara allt fyrir bestu.

Hugmyndavinna, stefnumótun, hönnun, hönnunarstjórnun

Samstarfsaðili í hugmyndavinnu
Sjöfn Asare

Samstarfsaðili í hönnun og hönnunarstjórnun
Hjörvar Harðarson