Fiðrildaáhrif

Árið 2021 var mér fengið það hlutverk að hanna útlit fyrir ársfund Orkuveitu Reykjavíkur. Útlit sem átti að lifa einungis fyrir þennan viðburð eins og oft áður. Lítið og skemmtilegt verkefni. Síðan þá hefur þetta útlit smátt og smátt orðið sterkur hluti af mörkun OR.

Við hönnunina á efninu þá hafði ég í huga starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur. En fyrirtækið er orku- og veitufyrirtæki sem nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt og veitir fólki rafmagn, heitt og kalt vatn, fráveitu og ljósleiðara. Grafíkin endurspeglar því á abstraktann hátt þessar tengingar sem þau veita, jörðina sem er auðlind okkar og hvernig þau vinna að því að auka lífsgæði okkar.

Ég vildi skapa efni sem væri einfalt, auðvelt að útfæra á mismunandi miðlum og um leið nútímalegt og ferskt.

Hugmyndavinna, (mörkun) og hönnun

Hönnuður sem sá um útfærslu útlits á aðra miðla
Alexandra Ýr Brydde