Hefjum samtalið

Árið 2020 vildi Þjóðleikhúsið uppfæra útlit sitt og leitaði til ENNEMM eftir tillögum. Mín tillaga var ekki fyrir valinu en stundum fæðist eitthvað sem skapar stolt og ánægju þrátt fyrir að verkið endi ekki í framkvæmd.

Þegar ég hugsaði um þetta verkefni og Þjóðleikhúsið þá var eitt orð sem kom ítrekað upp í hugann: samtal. Leikhúsið er samansafn af samtölum, hvort sem það er á sviðinu sjálfu eða í salnum í hlénu. Upplifunin skapar allskonar samtöl og ég vildi leggja áherslu á þetta í öllu efni, allt frá merkinu til markaðssetningar.

Ég sá einnig fyrir mér að Þjóðleikhúsið myndi opna enn frekar samtalið við væntanlega viðskiptavini sína með því að leyfa þeim að skyggnast bakvið tjöldin gegnum lifandi veggspjöld. Hefja samtalið löngu áður en það kemur að frumsýningarkvöldinu. Sýna frá því þegar búningar eru saumaðir, lýsingin er ákveðin, sviðsmyndin hönnuð ásamt að gefa innsýn í skrif höfunda og innblástur leikarana. Litlar vinjettur sem gefa tilfinningu fyrir því lífi sem á sér stað innan veggja leikhússins og gæti komið af stað samtali snemma í ferlinu.

Ég notaði Rómeó og Júlíu sem “case study” þar sem það var væntanlegt nýtt leikrit á þjölunum hjá leikhúsinu.

Hugmyndavinna, stefnumótun, vörumerki, hönnun


Hreyfð veggspjöld á framhlið hússins

Ég lagði til að LED skjáir yrðu settir á framhlið hússins þar sem hreyfðu veggspjöldin gætu myndað skemmtilega lifandi ásýnd og innsýn inn í húsið. Þetta var áður en skjáirnir sem núna prýða framhliðina voru settir upp.