VÍS appið

Árið 2020 var Ökuvísirinn app í þróun en það hjálpar ökufólki að bæta aksturslagið og fækka þannig vonandi tjónum. Hingað til hefur ungt fólk greitt hærra verð fyrir tryggingar en þau sem eldri eru vegna þess að mörg tjón verða hjá þessum aldurshópi. Með Ökuvísi gæti fólk nú hins vegar staðfest öruggt aksturlag og fengið betra verð á tryggingunum. VÍS kallaði því eftir álitsgjöfum úr þessum nýja markhóp meðan appið var í þróun til að prufa appið og gefa endurgjöf.

Til þess að ná til þessa unga fólks sem hafði fram að þessum tímapunkti ekki verið inn í markhópi VÍS þá vildi ég reyna að skapa grípandi efni sem innihéldi léttleika. VÍS skilgreindi hlutverk álitskjafana í þrjá hluta. Heiti hlutverkanna gaf mér tilfinningu fyrir ofurhetjunöfnum og nýtti ég mér því myndasöguheiminn til að gera þessum áherslum skil.

Hugmyndavinna, stefnumótun, hönnun