Látum öryggið passa

Árið 2019 vildi VÍS endurskilgreina hvað öryggisvörur væru. Því í huga margra eru þetta yfirleitt vörur sem þykja ekki fallegar. Má þar til dæmis nefna hið eiturrauða slökkvitæki sem situr líklega inn í skáp eða bílskúr hjá flestum, því jú, það passar ekki við heimilið.

Okkar verkefni var að koma þessum skilaboðum áfram til allrar þjóðarinnar, ekki bara viðskiptavina VÍS. Niðurstaðan var því að stimpla þessi öryggistæki inn sem tækifærisgjafir. Því við elskum góða veislu, sérstaklega eftir samgöngubanninu lauk en það var sett á stuttu eftir að auglýsingin var tekin upp. Beðið var því með birtingar þangað til aðstæður leyfðu.

Og hvað er fallegra en að gefa öryggi sem passar, við allt?

Hugmyndavinna, stefnumótun, hönnun

Samstarfsaðili í hugmyndavinnu
Örn Úlfar Sævarsson